Óvissuferðir á Facebook
 
Jólaþorpið í Hafnarfirði
 
Jólaþorpið í Hafnarfirði 2010
 
Jólaþorpið í Hafnarfirði mun rísa í fimmta sinn um þessi jól og er orðið stór þáttur í jólahaldi í bænum. Þorpið verður með sama sniði og undanfarin ár, fagurlega skreytt tuttugu lítil hús þar sem boðið verður uppá margt sem tengist jólunum á einn eða annan hátt. Jólaþorpið opnar þann 27. nóvember og verður opið allar helgar til jóla. Þorpið er opið frá kl. 13-18, nema á Þorláksmessu verður opið frá kl. 18 til 22, og verður boðið upp á líflega skemmtidagskrá.

Jólaþorpið er án efa miðpunktur þess sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða á aðventunni og upplagt er fyrir heilu fjölskyldurnar eða vinnustaði að skella sér saman í rútuferð í Fjörðinn. Við útvegum bíla af öllum stærðum og gerðum. Einnig erum við í samvinnu við jólasveinana um að aka fyrir okkur í jólamánuðinum.
 
      jolasveinar_vid_hbbil
 
 
 


       

Óvissa ehf. | Melabraut 18 | 220 Hafnarfirði | Sími: 599 6030 | Fax: 599 6001 | Neyðarsími: 822 0080 | ovissuferdir (Hjá) ovissuferdir.is | Kennitala: 430192-2059